Grunnteikningar

2D grunnteikningar eru góð leið til að kynna skipulag eignarinnar fyrir væntanlegum kaupendum. Teikningarnar má nota bæði til að setja á netið ásamt fasteignamyndunum en einnig í eignamöppur og annað kynningarefni. Kostur teikninganna umfram upprunalegu byggingateikninganna er að mun auðveldara er að lesa í þær og átta sig á skipulaginu. Einnig hafa oft verið gerðar breytingar sem ekki koma fram á upprunalegum teikningum en þær má setja á nýju teikningarnar og gefa þannig réttari mynd af eigninni.

Hér má sjá dæmi um eign þar sem óuppfylltir sökklar koma fram á upprunalegu teikningunni en í raun er þarna fataherbergi. Einnig er geymsla skráð sem breytt hefur verið í herbergi.

(Smella má á myndina til að sjá hana stærri)

2D lomasalir