Góðar Myndir - Betri Sala

fasteignaljosmyndun myndavelAð taka myndir af eigninni er eitt mikilvægasta verkefnið þegar hún er sett í sölu. Myndirnar verða notaðar í mörgum mismunandi kynningarmiðlum, svo sem á fasteignir.is en þar má t.d sjá myndirnar stærri en á öðrum fasteignavefjum á Íslandi og því mikilvægt að hafa góðar myndir til að kynna eignina.

Í fasteignasölu eru myndir fjárfesting sem geta skilað sér margfalt til baka. Rannsókn sem gerð var af VHT Visual Marketing Service sýndi að eignir sem markaðssettar voru með fasteignamyndum teknum af fagmanni voru metnar af væntanlegum kaupendum til að vera nærri 13% verðmeiri en eignir sem markaðsettar voru án þeirra. Þetta eru um 2.6 milljónir af 20 milljóna kr. eign! Mat væntanlegra kaupenda endurspeglar ekki endilega endanlegt kaupverð en engu að síður hafa fyrstu kynni áhrif á ákvörðun kaupanda á hvaða eignir hann skoðar nánar og hve hátt endanlegt tilboð verður. Einnig má ætla að eignin fái mun fleiri skoðanir og þannig hærri tilboð fyrr.

Algengur misskilningur er að það þurfi eingöngu fagljósmyndun þegar verið er að selja stærri eignir en í meðal og minni eignum er mun meiri samkeppni en á hærra metnum eignum og því enn mikilvægara að láta eignina standa úr fjöldanum með góðri kynningu.

Hvaða áhrif hafa gæða myndir í markaðssetningu fasteigna?

  • Meiri áhugi
  • Fleiri skoðanir
  • Hærri tilboð/söluverð
  • Hraðari sala

Hér má sjá töflu sem sýnir skoðanir á eignum á fasteignavef þar sem bláa línan sýnir eignir með fagljósmyndum en rauða aðrar eignir. Hér má sjá aukningu um allt að 400% á skoðunum!

Papilios

Sama niðurstaða fékkst þegar einföld könnun var gerð á eignum sendum inn á fasteignir.is. Þá könnun má sjá hér.