fbpx

Markaðssetning fasteigna

Frá árinu 2008 hefur Fasteignaljósmyndun verið leiðandi í þjónustu við fasteignasala, eigendur, fasteignafélög, hótel og gistiheimili. 

Á þessum árum höfum við myndað heimili og eignir sem teljast orðið í tug-þúsundum. Okkar bestu meðmæli felast í þeim sem hafa notast við okkar myndir og haldið tryggð við okkur frá upphafi og má þar helst nefna allar helstu fasteignsölur landsins. 

 

Markaðssetning fasteigna

Allir hagnast á góðu markaðsefni

Þegar fasteignasali skráir eign til sölu er hann ekki eingöngu að selja eignina, hann er einnig að markaðssetja sjálfan sig. Með góðum eignamyndum og markaðsefni getur hann þannig aukið möguleika á sölu eignarinnar margfalt en einnig lítur hann fagmannlega út fyrir kaupendum sem einnig eru líklegir seljendur.

Með því að bjóða upp á góðar eignamyndir eykur hann möguleikann á að fá eignir á sölu.

Seljandi getur búist við meiri áhuga og þar sem áhuginn er meiri, hærra verði fyrir eignina.

Kaupandi nær að skoða eignina betur á vefnum og getur hann því betur myndað sér skoðun á hvaða eignir henta honum.

Hótel og gistiheimili líta aðlaðandi út fyrir væntanlegum viðskiptavinum og sýna að mikið er lagt í upplifun með því að bjóða upp á góðar fasteignaljósmyndir og annað efni.

Eignir markaðssettar með fasteignamyndum teknum af fagmanni eru 3x líklegri til að seljast fljótt og örugglega heldur en aðrar eignir

Yfir 90% kaupenda notar vefinn til að finna eignir. 83% þeirra telur ljósmyndir af eigninni mikilvægastar

Eignir markaðssettar með eignamyndum teknum af fagmanni eru álitnar 12.9% verðmætari af væntanlegum kaupendum en aðrar eignir!

Eignir markaðssettar með fasteignaljósmyndum teknum af fagmanni eru allt að 7x líklegri til að vera skoðaðar af væntanlegum kaupendum.


Ljósmyndun

Eitt það allra mikilvægasta þegar á að leigja út eða selja eignir er að huga að góðum ljósmyndum. Ljósmyndir eru það fyrsta sem væntanlegur kaupandi/leigjandi sér og því þurfa þær að vekja athygli og sýna rými vel. 

Loftmyndir

Til að sýna landamörk, pallinn, pottinn, gróðurinn eða útsýnið kemur fátt í stað loftmynda! Loftmyndir gefa nýja og spennandi sýn á eignina og umhverfi sem fanga athygli væntanlegra kaupenda

Grunnmyndir

Það að geta séð skipulag og herbergjaskipan eignarinnar er ótvíræður kostur fyrir kaupendur. Oft  er erfitt fyrir þann sem hefur ekki komið í eignina að sjá hvernig skipulag er í raun af myndum.

Þrívíddarsviðsetning

Það að geta séð fyrir sér skipulag innan herbergja, stofu og annarra rýma eignarinnar er ótvíræður kostur fyrir kaupendur. Þó ljósmyndari reyni að sýna hvernig eignin liggur á ljósmyndum þá er oft erfitt fyrir þann sem skoðar að átta sig á stærð rýmis og mögulegum uppröðunum húsgagna.
Við teiknum inn á ljósmyndir sem teknar eru af eigninni - húsgögn, myndir á veggi, gluggatjöld, innanstokksmuni og annað í þeim dúr.

Þrívíddarskönnun

Þrívíddarskönnun er ný og spennandi tækni sem býður fólki upp á að "ganga" um eignina í gegnum tölvu, síma, spjaldtölvu eða jafnvel sýndarveruleikagleraugum.
Þetta er skemmtileg viðbót við hefðbundnar ljósmyndir á fasteignasíðum og samfélagsmiðlum. Einfalt er að deila túrnum og ekki þarf að hlaða neinu niður til að skoða .

  • Ljósmyndun á heimilum, fyrirtækjum, hótelum, gistiheimilum o.s.frv...

  • Loftmyndir af heimilum, fyrirtækjum, hótelum, gistiheimilum o.s.frv...

  • Endurteiknaðar grunnmyndir

  • Grunnmyndir í þrívídd

  • 3D myndataka með Matterport

  • Þrívíddarsviðsetning - Húsgögn í tómar eignir

Fylgdu okkur á Instagram

3D myndataka

Við bjóðum upp á þrívíddarskönnun sem gerir fólki kleift að "ganga" um eignina í einskonar sýndarveruleika.  Við erum stolt að segja frá því að við höfum öðlast réttindi til að kalla okkur "Matterport Service Partner". Það þýðir að þú getur verið viss um að sú vinna og efni sem við skilum stenst allar þær gæðakröfur sem Matterport gerir til sinna þjónustuaðila

Undirbúningur

Það að undirbúa eignina fyrir myndatöku skiptir mjög miklu máli. Bæði koma myndir betur út þar sem lagt hefur verið í vinnu við undirbúning en einnig nær ljósmyndarinn að sýna skipulag betur og getur einbeitt sér að því að sýna eignina í sínu besta ljósi

Verðskrá

Við bjóðum upp á ýmiskonar þjónustu en verð fyrir einstaka þjónustu eða pakka má sjá hér. Ef þú finnur ekki verð í þá þjónustu sem þú leitar að eða vilt fá tilboð í stærri verk þá er best að senda tölvupóst og við gerum þér tilboð.

Viðskiptavinir

Við erum svo heppin að hafa fengið að vinna með flestum fasteignasölum og leigu- og fasteignafélögum ásamt mörgum hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár og enn er að bætast í hóp ánægðra viðskiptavina

Viðskiptavinir

Stuðlaberg
Fastmos
Gardatorg
Logheimili
Nytt Heimili
450
Fastmark
Eignaborg
Borg
Huseign
Reginn
Lögmenn
FBJ
Midbaer
Fasteignaland
Lind
KJoreign
Bjartur
Asbyrgi
Eik
Arsalir
Eignatorg
Valholl
Grímsborgir
Gimli
Husaskjol
Hof
Fjarfesting
Árborgir
101
Fr
Fasttorg
Fasteignasala suðurlands
Greenkey
Heimavellir
Stakfell
Hraunhamar
Fastko
Fasteignakaup
Hofdi
Eignalind
Domusnova
Pálsson
Trausti
Atvinnueign
As
Berg
Hibyli
Fold
BHM
Remax Senter
IKEA
Reitir
Alma
Landmark
Fmg
Airbnb
Eignamidlun
Hús Fasteignasala
Gamma
Skeifan
Fron
Eignastofan
Baer
Vidskiptavinir
Miklaborg

Vefheimar ehf: Kennitala: 4103070220

Fasteignaljósmyndun | Bílastúdíó

Frá árinu 2008 hefur Fasteignaljósmyndun verið leiðandi í þjónustu við fasteignasala og fasteignaeigendur
Hafðu samband

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.