fbpx

Fasteignaljósmyndun |
hvernig er best að undirbúa myndatöku?
Dæmi um unnin verk.

Eitt það allra mikilvægasta þegar á að leigja út eða selja eignir er að huga að góðum ljósmyndum. Ljósmyndir eru það fyrsta sem væntanlegur kaupandi/leigjandi sér og því þurfa þær að vekja athygli og sýna rými vel. 

Undirbúningur

Með því að fylgja þessum leiðbeiningum næst bestur árangur úr myndatökunni og eignin er kynnt fyrir markaðnum í sínu besta ljósi.

Það fyrsta sem þarf að ákveða er hvaða rými skal mynda. Mikilvægustu rýmin eru stofa, eldhús, baðherbergi og hjónaherbergi. Bílskúrar og þvottahús eru sjaldan mynduð nema ef lítið er af dóti og fínar innréttingar.

Oft er gott að nota þvottahús, geymslu eða jafnvel bílskúr til að flytja það sem ekki á að sjást á myndum í. Ef það er ekki mögulegt er gott að velja eitt herbergi til að flytja allt dót inn í og enda svo myndatökuna á því.

Hér að neðan má svo nálgast prentvæna útgáfu á íslensku, ensku og pólsku til að hafa til hliðsjónar við undirbúninginn.



Almennt

  • Skoðið lýsingu rýmisins. Dragðu frá gardínur og reyndu að hleypa eins mikilli náttúrulegri birtu og mögulegt er. Kveikið á öllum ljósum og lömpum.
  • Gólfmottur geta látið rými virka minni á myndum svo gott er að fjarlægja þær.
  • Fækkið eða fjarlægið flíkur úr fatahengi í forstofu og fjarlægið skó.
  • Fjarlægið alla óþarfa hluti af gólfum, t.d gæludýrarúm/búr, vatnsskálar, leikföng, ruslafötur og annað slíkt.
  • Hafið slökkt á tölvuskjám og loftviftum.
  • Reynið að fela rafmagnssnúrur sem liggja í tæki eða lampa/ljós.

Eldhús

  • Fjarlægið allt af ísskápshurð, eins og segla og minnisblöð.
  • Fjarlægið smáhluti af eldhúsbekkjum. Ágætt er að hafa eitthvað þó t.d hrærivélina, kaffivél og fleira í þeim dúr.
  • Fjarlægið uppþvottaefni, uppþvottabursta, þurrkgrindur og viskustykki.
  • Fjarlægið eldhúsrúllur.
  • Strjúkið af ofni, ísskápi og öðrum gljáflötum.
  • Fjarlægið hluti ofan af skápum.
  • Raðið stólum við borð.

Baðherbergi

  • Fjarlægið allar vörur s.s sjampóbrúsa, tannbursta, raksköfur, hárblásara af skápum, baði og sturtu. Þó geta tvö/þrjú falleg ilmavatnsglös lífgað upp á rýmið.
  • Þrífið spegla.
  • Dragið sturtuhengi frá ef það er til staðar.
  • Fjarlægið handklæði af handklæðaofnum og einnig baðmottur.
  • Samanbrotin handklæði mega vera á vaskaborði.
  • Fjarlægið salernisbursta og ruslatunnu og settu nýja rúllu af salernispappír.
  • Hafið salernissetu lokaða.

Svefnherbergi

  • Hafið helst rúmteppi á rúmi en ef það er ekki til þá samstæð rúmföt.
  • Fjarlægið allt af náttborðum nema þá eina bók eða lampa ef hann er til staðar.
  • Fjarlægið föt af snögum og fatahengi.
  • Takið dót ofan af skápum
  • Lokið öllum skápum.
  • Hafið kveikt á lömpum.

Stofa/Borðsstofa

  • Stundum má fækka stólum eða öðru viðlíka í stofu til að opna rýmið. Ljósmyndarinn kemur með ábendingar ef slíkt hjálpar og færir til.
  • Ef arinn er til staðar kveikið upp í honum rétt áður en ljósmyndarinn kemur.
  • Takið fjarstýringar og slökkvið á sjónvarpi.
  • Raðið stólum. Góð regla er að hafa aldrei stól við enda borðs því hann lokar rýminu á mynd.
  • Gangið frá púðum. Gott er að hafa ekki fleiri en einn/tvo púða í sófa.

Utandyra

  • Takið til í garðinum og innkeyrslu/aðkomu. Fjarlægið óþarfa hluti eins og leikföng, hjól og garðverkfæri.
  • Rúllið upp slöngum og raðaðu garðhúsgögnum.
  • Sláið garðinn að sumri til. Ef snjór er að vetri er gott að moka aðkomu hússins.
  • Færið bíla og annað færanlegt úr innkeyrslunni þannig að húsið sjáist óhindrað.
  • Færið lausar ruslatunnur ef þær standa framan við hús.

Oft geta litlar breytingar gerbreytt útkomunni

    Dæmi um unnin verk

    Vefheimar ehf: Kennitala: 4103070220

    Fasteignaljósmyndun | Bílastúdíó

    Frá árinu 2008 hefur Fasteignaljósmyndun verið leiðandi í þjónustu við fasteignasala og fasteignaeigendur
    Hafðu samband

    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.