Með því að fylgja þessum leiðbeiningum næst bestur árangur úr myndatökunni og eignin er kynnt fyrir markaðnum í sínu besta ljósi.
Það fyrsta sem þarf að ákveða er hvaða rými skal mynda. Mikilvægustu rýmin eru stofa, eldhús, baðherbergi og hjónaherbergi. Bílskúrar og þvottahús eru sjaldan mynduð nema ef lítið er af dóti og fínar innréttingar.
Oft er gott að nota þvottahús, geymslu eða jafnvel bílskúr til að flytja það sem ekki á að sjást á myndum í. Ef það er ekki mögulegt er gott að velja eitt herbergi til að flytja allt dót inn í og enda svo myndatökuna á því.
Hér að neðan má svo nálgast prentvæna útgáfu á íslensku, ensku og pólsku til að hafa til hliðsjónar við undirbúninginn.